Vilt þú tilnefna fyrir sérstakt framlag í þágu mannréttinda barna?
Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi börnum, einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum eða öðrum hópum viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenningin er veitt á hverju ári í tengslum við afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember.
Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.
Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla 2024. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningu og er tekið við þeim til 15. október næstkomandi.