Ársskýrsla Barnaheilla 2024 komin út

Ársskýrsla Barnaheilla fyrir árið 2024 er komin út. Á árinu fögnuðum við 100 ára afmæli alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children og einkenndist árið af þróun, endurmati og nýrri sókn í starfsemi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Við kláruðum m.a. innleiðingu CSAPE verkefnisins sem við höfum unnið að sl. tvö ár og varð að Heillabraut. Markmið Heillabrautar er að standa vörð um kynheilbrigði ungmenna og útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum. Við hófum einnig yfirferð á Vináttu verkefninu okkar, sem varð 10 ára á árinu. Á þessum 10 árum hefur 70% starfsfólks allra leikskóla á landinu setið fræðslu um Vináttu og 35% starfsfólks grunnskóla.
Tveggja ára þróunarverkefni okkar í Líberíu lauk formlega í desember. Á verkefnatímanum náði Barnaheill til 9456 barna og 10.000-15.000 annarra haghafa. Verkefnið er liður í stofnanauppbyggingu landsskrifstofu Barnaheilla í Líberíu. Við veittum ráðgjöf og tæknilega aðstoð er snýr að forvörnum gegn kynbundnu- og kynferðislegu ofbeldi á börnum. Verkefninn Right to be a Child í Síerra Leóne, þróunarverkefni okkar í Goma ásamt mannúðaraðstoð í Uvira í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó héldu áfram.
Nánar er hægt að lesa um þessi verkefni og fleiri í ársskýrslunni.