Ný stjórn Barnaheilla kjörin á aðalfundi

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fór fram í gær, þriðjudaginn 27. maí í Hannesarholti. Fundarstjóri var Auður Lilja Erlingsdóttir  og Daníel E. Arnarsson var fundarritari.

Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2024 og sagði einnig frá þeim verkefnum sem samtökin munu vinna að árið 2025. Ein lagabreyting var samþykkt á fundinum þar sem tími til að tilkynna eða senda inn ábendingu um framboð til stjórnar, laganefndar og kjörnefndar var styttur úr sex vikum fyrir aðalfund í fjórar vikur fyrir aðalfund. Tekin var einróma ákvörðun um að félagsgjald Barnaheilla haldist óbreytt og er það krónur 3.800 á ári. Félagsmenn Barnaheilla eru bæði Heillavinir, mánaðarlegir styrktar aðilar, og þeir einstaklingar sem greiða árlegt félagsgjald.

Sex framboð bárust til stjórnar og varastjórnar og tóku þau öll sæti í stjórn, tvö til tveggja ára og þrjú í eitt ár. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir mun halda áfram sem stjórnarformaður Barnaheilla og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir var kjörinn varaformaður. Nýja stjórn og varastjórn skipa: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigrún Steinarsdóttir, Dagbjartur Brynjarsson, Guðrún Björnsdóttir, Andrés Proppé Ragnarsson, Hallgrímur Helgason og Jóna Vestfjörð Hannesdóttir.

Úr stjórn gengu Pétur Óli Gíslason, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Eva Huld Ívarsdóttir og þökkum við þeim fyrir samstarfið og vel unnin stofnanir.

Við minnum á að ársskýrsla okkar fyrir árið 2024 er nú aðgengileg og við hvetjum ykkur til að skoða hana.