Barnaheill bjóða upp á námskeið og fyrirlestra þar sem hægt er að öðlast þekkingu og fræðslu og bæta verklag í forvörnum gegn ofbeldi á börnum.
Við teljum að fræðsla og upplýst umræða sé besta forvörnin og stuðli að því að við sem samfélag verðum betur í stakk búin til að takast á við og koma í veg fyrir óæskilega hegðun.Einelti og kynferðisofbeldi gagnvart börnum er alvarlegt, alþjóðlegt vandamál og eru vitundarvakning, fræðsla og forvarnir afar mikilvæg tæki í baráttunni gegn því.
Útgáfa á fræðsluefni er ríkur þáttur í starfsemi Barnaheilla . Þar ber hæst útgáfa efnisins Vinátta – Fri for mobberi sem ætlað er að sporna gegn einelti og er hugsað fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla. Einnig höfum við í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir unnið að því að þróa fræðslu og forvarnarefni um kynheilbrigði barna undir nafninu CSAPE (Child Sexual Abuse Prevention and Education). Markmiðið með þessu verkefni er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum með því að fræða börn, fullorðna og þá aðila sem vinna náið með börnum s.s. í skólakerfinu, íþróttum og frístundum.
Börn bera aldrei ábyrgð á því ofbeldi sem þau verða fyrir eða horfa upp á og það á aldrei að líðast.
Vinátta
Vinátta er forvarnarverkefni okkar gegn einelti. Í Vináttu er aðal áherslan lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn einelti, samkennd, umhyggju, vináttu og vellíðan.
Csape
Forvarnar- og fræðsluverkefni okkar um kynheilbrigði og kynferðisofbeldi gegn börnum. Réttindi, þekking, að setja mörk og leita sér aðstoðar er þungamiðja verkefnisins.
Kynheilbrigði
Ertu unglingur? Eru kynferðislegar hugsanir þínar að valda þér áhyggjum,talaðu við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Þú átt alltaf rétt á að fá aðstoð og stuðning.
Dagur mannréttinda barna
20. nóvember ár hvert er Dagur mannréttinda barna. Í tenglum við daginn skora Barnaheill á skólastjórnendur og kennara til að stuðla að fræðslu um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.