Neyðaraðstoð fyrir nýbura á átakasvæðum

6.000 kr.

Neyðaraðstoð fyrir nýbura er gjöf sem getur hjálpað börnum að halda lífi við erfiðar aðstæður. Mikill fjöldi barna fæðist við gríðarlega erfiðar aðstæður á átakasvæðum þar sem heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti. Með kaupum á þessari gjöf getur þú aðstoð okkur við að hjálpa ungabörnum að fá viðeigandi aðstoð til að halda lífi við þessar hörmulegu aðstæður.

Í dag búa um 473 milljónir á átakasvæðum í heiminum, það er 19% allra barna! Barnaheill – Save the Children vinna hörðum höndum að því að veita börnum aðstoð víðsvegar um heim. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á átakasvæðum og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á átakasvæðum njóta góðs af gjöfinni.

Vörunúmer: HG005 Flokkur:

Lýsing

Þú færð sent fallegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt.
Tilvalið er að prenta út gjafakortið og gefa í jólagjöf.

 

 

 

 

______________________________

Lana fæddist þann 26. mars 2024 og var fyrsta barnið sem fæddist á nýrri fæðingastöð Barnaheilla – Save the Children á Gaza. Móðir hannar, Tima 26 ára, er þakklát fyrir að hafa fætt Lönu á fæðingastofu Barnaheilla. Daginn eftir fæðingu  útskrifaðist Lana af fæðingastöðinni og fóru þær mægður heim í flóttamannatjaldið þar sem hreint drykkjarvatn er af skornum skammti og hreinlæti ekki viðunandi. Einnig var kalt inn í tjaldinu. Á þriðja degi veiktist Lana alvarlega og fór Tima með hana aftur á fæðingastöðina. Sarfsfólk Barnaheilla brugðust hratt við veikindum og veittu henni viðeigandi aðstoð. Með kaupum á þessari gjöf tryggir þú neyðarðastoð fyrir nýbura eins og Lönu sem býr á átakasvæði.

 

Tima, 26 ára og Lana dóttir hennar.

Tina, 26 ára og Lana, þriggja daga gömul í fæðingarstöð Barnaheilla á Gaza