Fjöldi barna býr á átakasvæðum þar sem kólnað hefur í veðri. Þetta eru meðal annars börn sem misstu allt, þegar þau neyddust til að yfirgefa heimili sín, þar með talið fötin sín. Því er mikil þörf fyrir hlýjan fatnað. Með kaupum á þessari gjöf veitir þú börnum hlýju og öryggi á erfiðum tímum.
Í dag búa um 473 milljónirá átakasvæðum í heiminum, það er 19% allra barna! Barnaheill – Save the Children vinna hörðum höndum að því að veita börnum aðstoð víðsvegar um heim. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á átakasvæðum og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á átakasvæðum njóta góðs af gjöfinni.