Sálrænn stuðningur við börn á átakasvæðum

5.500 kr.

Börn sem búa á átakasvæðum eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum vegna stríðs og átaka. Á sama tíma eru möguleikar þeirra til að takast á við áföllin engir. Umönnunaraðilar barnanna eru einnig að takast á við erfiðleika og áföll og geta því ekki stutt á nauðsynlegan hátt við börnin. Með kaupum á þessari gjöf veitir þú börnum á átakasvæðum sálrænan stuðning. Þjálfað starfsfólk alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children á vettvangi annast stuðninginn.

Í dag búa um 473 milljónir á átakasvæðum í heiminum, það er 19% allra barna! Barnaheill – Save the Children vinna hörðum höndum að því að veita börnum aðstoð víðsvegar um heim. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á átakasvæðum og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á átakasvæðum njóta góðs af gjöfinni.

Vörunúmer: HG003 Flokkur:

Lýsing

Þú færð sent fallegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt.
Tilvalið er að prenta út gjafakortið og gefa í jólagjöf.

 

 

 

 

________________________________________________

 

Sofiya er 13 ára og er frá Kherson í Úkraínu. Hún og móðir hennar neyddust til að flýja heimili sitt í flýti  vegna innrása Rússa. Eina sem hún gat tekið með sér voru stuttermabolir og stuttbuxur í litlum bakpoka sem hún deildi með móður sinni. Í dag býr hún í öruggu þorpi þar sem Barnaheill hafa sett upp Barnvæn svæði fyrir börn eins og hana. Þar getur Sofiya komið og stundað nám í öruggu umhverfi. Einnig hefur hún fengið sálrænan stuðning frá vel þjálfuðu starfsfólki Barnaheilla, til þess að takast á við þau áföll sem hún hefur orðið fyrir. Með kaup á þessari gjöf styður þú við börn eins og Sofiya.