Barnaheill bjóða upp á forvarnarfræðslu gegn kynferðisofbeldi – námskeiðið Verndarar barna –  fyrir allt fullorðið fólk, 18 ára og eldri.  Á námskeiðinu er þátttakendum kenndar leiðir til að fyrirbyggja, greina og þekkja vísbendingar og bregðast við kynferðisofbeldi gegn börnum á ábyrgan hátt.  

Apríl er alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum og vilja Barnheill vekja fólk til umhugsunar um að það er hægt að minnka líkur á því að börn verði fyrir ofbeldi og rétt viðbrögð eru mjög mikilvæg.