Líflína Barnaheilla 2023

3.000 kr.

Söfnunin Líflína Barnaheilla er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar þróunarverkefni samstakanna í Síerra Leóne. Verkefnið leggur áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum.

Þróunarverkefni Barnaheilla styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði í Síerra Leóne. Verkefni Barnaheilla er í tíu skólum sem berjast gegn ofbeldi á börnum. Með verkefninu eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Vörunúmer: LL0003 Flokkur:

Lýsing

Söfnunin Líflína Barnaheilla er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar erlendu starfi samtakana. Með kaupum á armbandinu styður þú við vernd barna gegn ofbeldiFjármagnið sem safnast nýtist meðal annars til aðstoðar við börn sem gengið hafa til liðs við vígahópa á átakasvæðumtil  koma undir sig fótunum á , v veitum stúlkum öruggt umhverfi til menntunarþjálfum kennara í jákvæðum kennsluaðferðum og virðingarríkum samskiptumhjálpum börnum sem brotið hefur verið á  leita réttar síns og  ná fram réttlæti og viðveitum börnum á átakasvæðum geðheilbrigðisþjónustusvo fátt eitt  nefnt.

Framleiðsluferli armbandanna

Armböndin sem seld eru í Haustsöfnun Barnaheilla 2023 eru gerð af handverksfólki sem starfa á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.

Þetta er annað árið í röð sem Barnaheill selja umhverfisvæn armbönd unnin af handverksfólki í Síerra Leóne. Þetta árið voru framleidd 12.000 armbönd og eru þau gerð úr kaffibaunum. Kaffibaunirnar eru hvítar upprunalega en ein baun er lituð rauð í hverju armbandi. Framleiðsluferlið tók um fjóra mánuði og fékk handverksfólk laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína.