Fréttir Barnaheilla

Greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla

Um mánaðamótin voru sendir út greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2004. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þá leið að setja árgjaldið á greiðslukort og sparar það bæði fé og fyrirhöfn. Þeir sem það kjósa eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem sér þá um að koma því í kring. Síminn er 561 0545 og netfangið erla@barnaheill.is.Um mánaðamótin voru sendir út greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2004. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þ...

Ályktun stjórnar Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um verkfall grunnskólakennara

Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Samkvæmt Barnasáttmálanum eru það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans kemur fram að börn eiga rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafa lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segja íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu.Sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir börnin og barnafj...

Skólalóðir í Kambódíu hreinsaðar af jarðsprengjum

Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að tryggja börnum öruggt umhverfi í og við skólana sem eru í Viel Veng, afskekktu héraði í Kambódíu. Í fyrstu verða þrettán skólalóðir hreinsaðar en síðar munu fleiri bætast við. Slíkt verkefni er mjög tímafrekt og áætlað er að það taki CMAC um sex mánuði að hreinsa svæði sem er um 100 metra breitt og 1,3 kílómetrar að lengd.Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að...

Ríkisstjórn og sveitafélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu

Ríkisstjórn og sveitarfélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu.Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt beiðni Barnaheilla um fjárstyrk til verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu. Nýr samningur við Evrópusambandið vegna verkefnisins tók gildi hinn 1. september 2004 og er veittur til tveggja ára. Evrópusambandið veitir 50% styrk í verkefnið og þurfa Barnaheill að fjármagna hin 50% hér innanlands. Auk ríkisstjórnarinnar var leitað til allra sveitarfélaga á landinu um styrk og fór upphæðin sem sótt var um eftir íbúafjölda á hverjum stað. Níu sveitarfélög hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Ráðgert er að leita einnig til einkafyrirtækja um að f...

Tveir starfsmenn Save the Children láta lífið í Darfur

Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.Mike Aaronson, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi, vottaði fjölskyldum þeirra samúð sína og lofaði störf þeirra. „Engin orð geta lýst þessum mikla missi. Með st&...

Hjálparstarf Save the Children í Bangladess skilar árangri

Save the Children-samtökin, sem hafa starfað í Bangladess frá 1970, brugðust skjótt við neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar gríðarlegra flóða í landinu. Starf samtakanna hefur miðast að því að dreifa matvælum, vatnshreinsitöflum og lyfjum auk sérstakra aðgerða til verndar börnum. Þetta hefur skilað þeim árangri að útbreiðsla farsótta er verulega minni á starfssvæðum Save the Children en á öðrum flóðasvæðum. Mikil áhersla er lögð á barnavernd og hreinsun og enduropnun skóla.Save the Children-samtökin, sem hafa starfað í Bangladess frá 1970, brugðust skjótt við neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar gríðarlegra flóða í l...

Ríkisstjórnin veitir 500 þúsund krónur til hjálparstarfs í Darfur-héraði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 27. júlí sl. að styðja hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan með 5 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 500 þúsund kr. til neyðarstarfs Barnaheilla – Save the Children.Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 27. júlí sl. að styðja hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan með 5 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 500 þúsund kr. til neyðarstarfs Barnaheilla – Save the Children.Meginmarkmið neyðaraðstoðarinnar er að draga úr skaðlegum áhrifum átakanna með áherslu á barnavernd, draga úr hættu á farsóttum, matvæladreifingu, vannæringu barna og barnadau&et...

Barnaheill stýra verkefni á vegum Child Focus hér á landi:

Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldiBarnaheill gengust fyrir kynningarfundi 25. júní sl. með fulltrúa belgísku samtakanna Child Focus í Brussel á verkefni í þágu barna, sem styrkt er af Evrópusambandinu.Verkefnið miðast að því að koma á fót skrá yfir frjáls félagasamtök í Evrópu, sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi og eru í samstarfi við lögreglu og réttarkerfið (Directory of civil society organisations working in the field of missing and sexually exploited children).Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og b...

Barnaheill hvetja til samvinnu í báráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum

Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtakanna, sem eru innan alþjóðasamtakanna INHOPE. Í henni kemur m.a. fram að mikill hluti mynda af kynferðislegu ofbeldi eru teknar á einkaheimilum, að barnaklám tengist „sex tourism“ og mansali og að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi sé farin að tengjast barnaklámi á Netinu. Í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum leggja Barnaheill áherslu á meiri samvinnu milli lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu, barnaverndaryfirvalda, dómara og þeim samtökum sem koma að málefnum um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Réttindi barna munu styrkjast við samvinnu þessara aðila. Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtaka...

Save the Children koma fórnarlömbum flóðanna á Haítí til hjálpar

Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið öfluga neyðaraðstoð á flóðasvæðunum. Sérþjálfaðir starfsmenn samtakanna eru komnir til svæðanna sem urðu verst úti í báðum löndunum og útdeila neyðarskýlum, teppum, vatnshreinsitöflum og öðrum nauðsynjum til þúsunda barna og fjölskyldna þeirra sem lifðu af flóðin.Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið &oum...