Fréttir Barnaheilla

Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum 4 milljón króna styrk

25.09.2007Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum fjögurra milljóna króna styrk vegna hjálparstarfs samtakanna á flóðasvæðum í S-Asíu. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sendu út ákall til landsfélaga sinna um allt að 6 milljóna dollara fjárstuðning (410 milljónir IKR) í ágúst síðastliðnum til að bregðast við þeirri miklu neyð sem skapaðist á flóðasvæðum í Nepal, Bangladesh, Pakistan og Indlandi. Barnaheill þakka Utanríkisráðuneytinu góðan stuðning.Framlag Utanríkisríkisráðuneytisins hefur verið sent til Nepal, en þar eyðilögðust 15.000 heimili og tugir manna fórust. Samgöngur og fjarskipti rofnuðu. Fyrsta hjálp ...

FH styrkti Barnaheill

Landsbankinn hét 30.000 kr fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skoruðu í 5. og 10. umferð deildarinnar.  Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára, FH, völdu að styðja Barnaheill. Framlagið var afhent fyrir leik FH og Vals á Kaplakrikavelli sunnudaginn 23.september og  tók Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, við því frá fyrirliða FH.  Barnaheill þakka Landsbankanum og FH kærlega fyrir góðan stuðning. Leggðu góðu málefni liðFyrirliðar FH og Vals afhenda fulltrúum Barnaheilla og Neistans framlög liðanna.Landsbankinn hét 30.000 kr fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skoruðu í 5. og 10. umferð deildarinnar.  Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára, FH...

Málþing fyrir ungt fólk af erlendum uppruna

Málþing fyrir ungt fólk af erlendum uppruna verður haldið 24. september n.k frá kl: 08:30 til 12:30 í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.Framtíð í nýju landi er verkefni sem ætlað er að aðstoða ungmenni af erlendum uppruna við að afla sér menntunar og skipuleggja líf sitt. Þannig er verkefninu ætlað að hjálpa þessum ungmennum að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.Fyrir forgöngu Framtíðar í nýju landi vinnur hópur ungs fólks af erlendum uppruna að undirbúningi málþings um stöðu og framtíð þeirra í þjóðfélaginu.Tilgangur málþingsins er að láta rödd ungmennanna heyrast til þess að auka skil...

Bætum menntun barna í Norður - Úganda!

Barnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Úganda, en stríðsátök þar sl. 20 ár hafa haft mikil áhrif á líf tugþúsunda barna. Börnin hafa verið berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun og fjöldi þeirra hefur misst af skólagöngu svo árum skiptir. Mörg barnanna hafa þurft að flýja heimili sín og hafa dvalið í flóttamannabúðum í fleiri ár. Eitt af því sem einkennir átökin í Norður-Úganda er að fjölda barna hefur verið rænt af uppreisnarhernum LRA (Lord's Resistance Army) og þau verið neydd í hermennsku.Barnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Ú...

Neyðaraðstoð Barnaheilla vegna náttúruhamfara

Barnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungumBarnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungumAlþjóðasamtök Barnaheilla -Save the Children hafa sent út ákall til allra landsfélaga samtakanna og óska eftir fjárframl&o...

Barnaheill fagna ?kv?r?un stj?rnvalda um aukna ?j?nustu vi? b?rn og ungmenni me? heg?unar- og ge?ras

Barnaheill fagna þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að verja 150 milljónum króna á næstu 18 mánuðum til að auka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Ákvörðun heilbrigðisráðherra er tekin í nánu samstarfi við fagaðila en jafnframt er gert ráð fyrir að í upphafi næsta árs liggi fyrir fyrir úttekt á starfsemi BUGL og á grundvelli hennar verði teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar. Sjá nánar hér.Barnaheill vona að þetta verði til þess að biðlistar við Barna- og unglingadeild LSH hverfa sem allra fyrst, en 167 börn bíða nú eftir aðstoð. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðherra er...

Allir sigra - hlaupið til góðs

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem fer fram þann 18. ágúst n.k.Allir þeir sem vilja taka þátt í hlaupinu geta nú hlaupið til góðs og safnað áheitum til stuðnings góðgerðasamtökum að eigin vali. Ef þátttakandi er starfsmaður Glitnis, styrkir bankinn 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómeter og ef um viðskiptavin þeirra er að ræða styrkir Glitnir 500 krónur á hvern kílómeter sem rennur óskipt til góðgerðafélags sem hlaupið er fyrir.Við hvetjum alla þá sem vilja styðja við starf Barnaheilla að hlaupa fyrir samtökin en einnig er hægt að leggja sitt af mörkum og styðja við starf okkar með því að heita á hlaupara sem hefur skr&a...

Neyðaraðstoð og menntun barna í stríðshrjáðum löndum - óskað eftir framlögum

Barnaheill - Save the Children vinna að verkefnum í 120 löndum og er bæði um að ræða langtímaverkefni og neyðaraðstoðAlþjóðlegt neyðarteymi Barnaheilla -Save the Children fundar í Reykjavík dagana 27.-29. júní og til umræðu er skilvirk neyðaraðstoð og hvernig Barnaheill - Save the Children geti unnið enn betur að því að bæta aðstæður barna í neyð. Barnaheill leggja áherslu á að grunnmenntun barna verði hluti af neyðaraðstoð, ekki síst á átakasvæðum þar sem neyðarástand hefur ríkt í langan tíma. Meðal staða þar sem nú ríkir mikil neyð er Darfur í Súdan og Chad og sinna Barnaheill -Save the Children neyðaraðstoð á þessum svæð...

??saldarmarkmi? Sameinu?u ?j??anna um menntun fyrir ?ll b?rn ?ri? 2015 n?st ekki a? ?breyttu a? mati

Alþjóðasamtökin Barnaheill - Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um menntun fyrir öll börn fyrir árið 2015 náist ekki ef þjóðir heims herði ekki róðurinn enn frekar - en sá tími sem þær settu sér árið 2000, til að ná þessum markmiðunum, er nú hálfnaður.  Alþjóðasamtökin Barnaheill - Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um menntun fyrir öll börn fyrir árið 2015 náist ekki ef þjóðir heims herði ekki róðurinn enn frekar - en sá tími sem þ&aeli...

Athygli styrkir Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Með sérstökum samningi, sem undirritaður var í dag, hefur Athygli ehf. gerst einn samstarfsaðila Barnaheilla og mun fyrirtækið styrkja samtökin með endurgjaldslausu framlagi vegna ímyndar- og kynningarmála á árinu 2007. Samningurinn er liður í þeirri stefnu stjórnar fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum til samfélagsmála.Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þetta samstarf við Athygli afar þýðingarmikið fyrir samtökin: „Við hjá Barnaheillum gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að eiga trúverðug og fagleg samskipti við hagsmunaaðila okkar og við treystum Athygli afar vel til að aðstoða okkur í þeim efnum. Við erum þeim mjög þakklát fyrir þennan gó...