Fréttir Barnaheilla

Fellibylur í Bangladesh

Þann 14. nóvember skall fellibylur á suðurströnd Bangladesh með þeim með þeim afleiðingum að 3000 manns létu lífið og hundruð þúsunda heimila og þúsundir skóla eyðilögðust.  Tugir þúsunda þeirra sem lifðu af fellibylinn í Bangladesh, þar af fjöldi barna, eru í mikilli neyð og þurfa mikla hjálp. Alþjóðasamtök Barnheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð á svæðinu.Viku síðar höfðu Barnaheill- Save the Children útvegað 90.000 manns, þar af tugþúsundum barna, ýmsar lífsnauðsynjar s.s. hreint vatn og mat. Enn eru samt tugþúsundir í mikilli neyð.Fellibylurinn nú var af sama styrkleika og fellibylur sem skall  á landinu árið 1...

Hádegisfundur Barnaheilla 5. desember 2007

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á  við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gera sumarið 2007. Miðvikudaginn 5. desember boða Barnaheill til hádegisfundar í Kornhlöðunni frá kl. 12:00- 13:00 í tengslum við 16 daga átak félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektarinnar. Enn fremur  verður fjallað um  aðkomu Evrópuhóps Barnaheilla að baráttunni gegn mansali.Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málef...

Leikstjórar þriggja kvikmynda fá viðurkenningu Barnaheilla

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Með því vilja samtökin vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og réttindum barna. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember, en þann dag árið 1989 var hann samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í ár hlutu viðurkenninguna leikstjórar þriggja kvikmynda, þau Guðný Halldórsdóttir fyrir kvikmyndina Veðramót, Ragnar Bragason fyrir kvikmyndina Börn og þeir Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergis Magnússon fyrir kvikmyndina Syndir feðranna.Barnaheill veita &aa...

Hátíð trjánna tókst vonum framar

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir árangur kvöldsins hafa verið langt umfram væntingar. „Samkoman tókst einstaklega vel og skemmtu gestirnir, sem voru um 190 talsins, sér ákaflega vel. Öll verkin seldust og sum fyrir metfé. Ég vil koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu okkur lið í þessu frábæra fjáröflunarátaki en árangurinn veitir okkur vissu fyrir því að fólk kann að meta það mikilvæga starf sem Barnaheill vinna," segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Áherslur Barnaheilla í verkefnum hérlendis eru á réttindi barna, baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, geðheilbrigðismál og má...

Hátíð trjánna - list í þágu barna 9. nóvember

Barnaheill standa fyrir hátíðar- og fjáröflunarkvöldverðinum Hátíð trjánna - list í þágu barna á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Allur ágóði kvöldsins rennur til innlendra og erlendra verkefna Barnaheilla.Barnaheill standa fyrir hátíðar- og fjáröflunarkvöldverðinum Hátíð trjánna - list í þágu barna á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Allur ágóði kvöldsins rennur til innlendra og erlendra verkefna Barnaheilla.Þetta er þriðja árið í röð sem Barnaheill halda þennan viðburð. Húsið verður opnað kl. 19 með fordrykk og léttum veitingum. Laufey Sigurðardóttir fiðl...

Enn 36 millj?nir barna ? ?takasv??um ?n sk?lag?ngu ? 18 ?ra afm?li Barnas?ttm?lans

Þó að 18 ár séu frá því Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allherjarþingi SÞ, eru milljónir barna víðs vegar um heiminn sem fara á mis við grundvallarréttindi, sérstaklega börn sem búa á átakasvæðum. Um 36 milljónir barna á átakasvæðum eru enn án skólagöngu., Vitað er að gæðamenntun stuðlar að vernd barnanna og opnar þeim dyr að betra lífi. Jafnvel þó þeim börnum sem eru án skólagöngu í heiminum fari fækkandi, gengur erfiðlega að ná til þeirra sem búa á átakasvæðum, en alls eru 72 milljónir barna án skólagöngu víða um heim. Þriðjungur b...

Niðurstöður ráðstefnu Barnaheilla, sem haldin var þann 11. október

.Ráðstefna Barnaheilla: Ný tækni - Sama sagan, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, var haldin í Norræna húsinu þann 11. október sl. Nærri 100 manns sóttu ráðstefnuna. Flestir voru þátttakendur frá leik- og grunnskólum og félagsþjónustum sveitarfélaga, en einnig frá lögregluembættum, frjálsum félagasamtökum og fleiri opinberum aðilum. Fjallað var um þátt nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, hvernig brotamenn nota netið, brotaferlið sjálft, tengsl milli barnsins og brotamannsins, hvaða börn séu mest berskjölduð fyrir ofbeldinu, af hverju börn segi ekki frá og hvaða leiðir séu færar til að finna börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og myndir af &t...

Alcan styrkir Barnaheill

Alcan afhenti Barnaheillum nýlega 100.000 króna styrk vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis. Nokkrir hlaupahópar úr röðum starfsmanna Alcans hlupu til styrktar góðu málefni í maraþoninu í ágúst sl.. Alcan styrkti hvern hlaupahóp með 100.000 krónum og rann upphæðin óskipt til þess góðgerðafélags sem hver hópur valdi. Starfsmenn Alcans úr hlaupahópnum Tour de Raf V5 hlupu til stuðnings Barnaheillum.Barnaheill þakka Tour de Raf V5 og Alcan fyrir frábært framtak og sýndan stuðning.Alcan afhenti Barnaheillum nýlega 100.000 króna styrk vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis. Nokkrir hlaupahópar úr röðum starfsmanna Alcans hlupu til styrktar góðu málefni í maraþoninu í ágúst sl.. Alcan...

NÝ TÆKNI - SAMA SAGAN

Ráðstefna Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður haldin í Norræna húsinu þann 11. október kl. 9- 17. Meirihluti íslenskra barna notar Netið daglega til fróðleiks og skemmtunar. En hversu berskjölduð eru börn fyrir áreiti og ofbeldi á Netinu? Og hver er þáttur nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvar stendur íslenskt samfélag í þessum málum í alþjóðlegu samhengi, hver er ábyrgð okkar og hvaða stefnu eigum við að taka til að vernda börn okkar?Á ráðstefnunni verða þessi mál rædd og skoðuð út frá mörgum hliðum og þar gefst tækifæri til að taka þátt í stefnumótandi umræðum um málefni sem hafa...

Alþjóðasamtök Barnaheilla vinna með Clinton stofnuninni að því bæta menntun barna á átakasvæðum

Ári eftir að alþjóðasamtök Barnaheilla hleyptu af stokkunum alþjóðaverkefninu "Bætum framtíð barna" um menntun barna í stríðshrjáðum löndum, eru samtökin að hefja samstarf við fyrrum forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, UNHRC  og Angelinu Jolie sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Markmið samstarfsins er að kalla eftir meiri framlögum vegna menntunar barna í flóttamannabúðum.Þetta var tillkynnt þann 25. september á þriggja daga ráðstefna Clinton stofnunarinnar, CGI. Ráðstefnuna sóttu fjöldi ráðamanna víðsvegar að úr heiminum til að ræða þau mál sem mest þykja aðkallandi og reyna að leita lausna.Framkvæmdastj&o...