Fréttir Barnaheilla

Nýr formaður alþjóðasamtaka Barnaheilla

Alþjóðasamtök Barnaheilla (e. International Save the Children Alliance), hafa kjörið Peter Woicke sem nýjan stjórnarformann alþjóðasamtakanna.  Peter mun taka við af  Barry Clarke, sem hefur sinnt stjórnarformennsku síðastliðin sex ár. Peter hefur áralanga reynslu af stjórnendastarfi og forystuhlutverki úr viðskipta- og þróunargeiranum en frá 1999 – 2005 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum (World Bank) og Alþjóðalánastofnuninni (IFC). Alþjóðasamtök Barnaheilla (e. International Save the Children Alliance), hafa kjörið Peter Woicke sem nýjan stjórnarformann alþjóðasamtakanna.  Peter mun taka við af  Barry Clarke, sem hefur sinnt stjórnarformennsku síðastli&et...

Framhalds-aðalfundur Barnaheilla

Framhaldsaðalfundur Barnaheilla verður haldinn mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 17:00 að skrifstofu samtakanna að Suðurlandsbraut 24, 3. hæðÁ dagskrá er kosning stjórnar og nefnda.  Fundarstjóri verður Dögg PálsdóttirFramhaldsaðalfundur Barnaheilla verður haldinn mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 17:00 að skrifstofu samtakanna að Suðurlandsbraut 24, 3. hæðÁ dagskrá er kosning stjórnar og nefnda.  Fundarstjóri verður Dögg Pálsdóttir...

Jólakortasala Barnaheilla tókst vel

Barnaheill þakka kærlega öllum þeim sem studdu við samtökin með kaupum á jólakortum fyrir síðustu jól.Jólakortasalan gekk vel og mun ágóði sölunnar renna í verkefni Barnaheilla innanlands og erlendis. Þeim sem enn eru aðgreiða heimsendan greiðsluseðil bendum við góðfúslega á eftirfarandi:Vegna mistaka var sett röng kennitala inn á segulrönd greiðsluseðla sem útsendir voru með jólakortasendingum til einstaklinga. Í stað kennitölu greiðanda á að vera kennitala Barnaheilla sem er:521089-1059. Reikningsnúmer Barnaheilla er 1158 26-259. Þetta mun ekki koma að sök þegar greitt er beint í heimabanka viðtakanda seðilsins, einungis þegar greitt er hjá gjaldkera eða heimabanka annars aðila en viðtakanda...

"Þú gefur styrk á átak Sparisjóðsins" mjög vel heppnað

Allssöfnuðust 3,3 milljónir króna til Barnaheilla í söfnunarátakiSparisjóðsins. Peningarnir munu renna í framkvæmdasjóð á húsnæði og lóðmeðferðaheimilisins á Geldingalæk, en það er í eigu Barnaheilla.Meðferðaheimilið er fyrir börn á aldrinum 8-14 ára sem þurfalangtímaaðstoð vegna hegðunar-og geðraskana.

IKEA safnaði rúmlega 450.000 krónum til verkefna Barnaheilla

Barnaheill og IKEA þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 457.800 krónur á tímabilinu 15. nóvember – 24. desember og rennur upphæðin óskipt til innlendra verkefna Barnaheilla Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, og IKEA hafa um nokkurra ára skeið starfað saman í þágu barna víða um heim og þakka Barnaheill IKEA á Íslandi fyrir þennan frábæra stuðning.Barnaheill og IKEA þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust ...

Þrjú ár frá flóðbylgjunni

Þrjú ár eru liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf, sem kostaði tugþúsunda manna lífið á öðrum degi jóla árið 2004.  Líf milljóna barna og fjölskyldna breyttist á svipstundu og þremur árum síðar eru börn og fullorðnir enn að byggja upp líf sitt. Hjálparstarf Alþjóðasamtaka Barnaheilla, í kjölfar flóðbylgjunnar, var það umfangsmesta í sögu samtakanna, og halda samtökin áfram uppbyggingu á svæðunum og hafa gert áætlun til fimm ára um að styrkja samfélögin þar.  Þrjú ár eru liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf, sem kostaði tugþúsunda manna lífið á öðrum degi jóla &aac...

Niðurstöður hádegisfundar Barnaheilla þ. 5. desember.

Hvernig eru fagstéttir sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra búnar undir það í námi sínu að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt?  Þessi mál voru til umræðu á fundi Barnaheilla þann 5. desember síðastliðinn og var fundurinn liður í 16 daga átaki frjálsra félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi.Hvernig eru fagstéttir sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra búnar undir það í námi sínu að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt?  Þessi má...

VÍS styrkir Barnaheill

Barnaheill fengu í dag afhentan styrk að upphæð 300.000 kr. frá VÍS, en fyrirtækið ákvað að styrkja samtökin í stað þess að senda út jólakort. Barnaheill þakka kærlega veittan stuðning.Barnaheill fengu í dag afhentan styrk að upphæð 300.000 kr. frá VÍS, en fyrirtækið ákvað að styrkja samtökin í stað þess að senda út jólakort. Barnaheill þakka kærlega veittan stuðning....

Hjálparvefur um netnotkun opnaður

Vefurinn http://www.netsvar.is/ er samstarfsverkefni Barnaheilla, SAFT verkefnis Heimilis og skóla, Póst- og fjarskiptastofnunar. Markmiðið með vefnum er að efla vitund almennings um öryggi í netnotkun og stuðla að jákvæðri og ánægjulegri netnotkun. Vefurinn verður opnaður formlega fyrir almenna notkun fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12 hjá Póst og fjarskiptastofnun að Suðurlandsbraut 4. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla kynna vefinn. Hægt verður að komast inn á vefinn hér á heimasíðu Barnaheilla með því að smella á hnappinn Netsvar annars staðar á síðunni.Vi&e...

Íbúðir Barnaheilla fá andlitslyftingu

Nýlega stóðu Barnaheill og Barnaspítali Hringsins að endurbótum á íbúðum Barnaheilla fyrir aðstandendur langveikra barna utan að landi, en Barnaheill eiga tvær slíkar íbúðir.  Sérstaklega var önnur íbúðin tekin í gegn og skipt út húsgögnum og öðrum búnaði. Einnig var hugað að öryggisatriðum íbúðanna og slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppum komið fyrir á aðgengilegan hátt.Nýlega stóðu Barnaheill og Barnaspítali Hringsins að endurbótum á íbúðum Barnaheilla fyrir aðstandendur langveikra barna utan að landi, en Barnaheill eiga tvær slíkar íbúðir.  Sérstaklega var önnur íbúðin tekin í gegn og skipt ...