Fréttir Barnaheilla

Barnaheill ? Save the Children með neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna í Suður-Kirgistan

Talið er að kynþáttadeilur í Suður-Kirgistan hafa hrakið um 400 þúsund manns frá heimilum sínum. Þar af eru um 100 þúsund manns, aðallega börn, konur og eldra fólk, flóttamenn í nágrannaríkinu Úsbekistan.Talið er að kynþáttadeilur í Suður-Kirgistan hafa hrakið um 400 þúsund manns frá heimilum sínum. Þar af eru um 100 þúsund manns, aðallega börn, konur og eldra fólk, flóttamenn í nágrannaríkinu Úsbekistan.Barnaheill – Save the Children eru með neyðaraðstoð í borginni Osh í Suður-Kirgistan. Heilsuvörum og öðrum nauðsynjum hefur verið dreift til 5000 manns, þar af 400 fjölskyldna sem eru lokuð inni í hverfum sínum eða bráða...

10,5 milljóna króna stuðningur við mannúðarstarf í Norður-Úganda

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fengu á dögunum 10,5 milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við verkefni sín í Pader-héraði í Norður-Úganda. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna.Barnaheill – Save the Children á Íslandi fengu á dögunum 10,5 milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við verkefni sín í Pader-héraði í Norður-Úganda. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna.Barnaheill hafa stutt mannúðarstarf í Pader-héraði í Norður–Úganda frá árinu 2007 með aðkomu utanríkisráðuneytisins. Stríðsátök á...

Árás á hjálparskip undirstrikar bágar aðstæður barna á Gaza-svæðinu

Barnaheill – Save the Children lýsa yfir hneykslun og sorg vegna mannfalls um borð í hjálparskipum samtakanna Frjáls Palestína (Free Gaza Movement). Þessi harmleikur undirstrikar hversu brýnt er að rjúfa herkvína um Gaza. Vegna hennar búa 780 þúsund börn í Palestínu við skort á matvælum, vatni og óviðunandi heilbrigðisþjónustu.Barnaheill – Save the Children lýsa yfir hneykslun og sorg vegna mannfalls um borð í hjálparskipum samtakanna Frjáls Palestína (Free Gaza Movement). Þessi harmleikur undirstrikar hversu brýnt er að rjúfa herkvína um Gaza. Vegna hennar búa 780 þúsund börn í Palestínu við skort á matvælum, vatni og óviðunandi heilbrigðisþjónustu.Frá árin...

Ofbeldi gegn börnum er staðreynd

Aðeins 25 lönd í heiminum hafa staðfest með lögum bann við líkamlegu ofbeldi gegn börnum  Þetta kom fram á málþingi sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi stóðu fyrir á Hilton Reykjavík Nordica hóteli miðvikudaginn 26. maí sl. Þar var m.a. fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim og mögulegar leiðir til að stöðva það.Meðal þeirra sem tóku til máls á málþinginu var Jasmine Whitbread, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children en hún fjallaði um ofbeldi gegn börnum á heimsvísu og hvernig bregðast verði við því. Hún sagði meðal annars frá rannsókn Sameinuðu þjóðanna &...

Horfin lífsgleði ? Okkar ábyrgð

Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til málþings á Hilton Reykjavík Nordica hóteli á morgun, 26. maí, frá kl. 09.00-12.30. Þar verður fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim og mögulegar leiðir til að stöðva það. Aðgangur er ókeypis.Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til málþings á Hilton Reykjavík Nordica hóteli á morgun, 26. maí, frá kl. 09.00-12.30. Þar verður fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim og mögulegar leiðir til að stöðva það. Aðgangur er ókeypis.Samkvæmt íslenskum lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn ölluofbeld...

378 þúsund börn í Níger svelta

Gríðarlega alvarlegur matvælaskortur er nú í Níger. 58% þjóðarinnar eða um 7,8 milljónir manna hafa ekki til hnífs og skeiðar. Börn eru þegar farin að látast úr hungri.Gríðarlega alvarlegur matvælaskortur er nú í Níger. 58% þjóðarinnar eða um 7,8 milljónir manna hafa ekki til hnífs og skeiðar. Börn eru þegar farin að látast úr hungri.Ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað, munu tugir þúsunda barna látast í sumar og 1,2 milljónir barna verða vannærð. Þekkingin og möguleikarnir á því að stöðva þennan harmleik eru til staðar og ef ekki verður gripið til ráðstafana nú verður...

Ný stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn 4. maí sl. Sex nýir einstaklingar voru kosnir í stjórn samtakanna.F.v. Helgi Ágústsson formaður, Ásta Ágústsdóttir varaformaður, Kristjana Milla Snorradóttir, Ágúst Þórðarson, Dögg Pálsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Tryggvi Helgason og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur, Helgu Sverrisdóttur og Jóhannes Jónsson.Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn 4. maí sl. Sex nýir einstaklingar voru kosnir í stjórn samtakanna.Helgi Ágústsson heldur áfram sem formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Í...

Málefni vegalausra barna í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt aðgerðaráætlun til ársins 2014 í málefnum vegalausra barna í Evrópu. Evrópusamtök Save the Children, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi á aðild að, fagna þessari nýju áætlun en í henni er tekið tillit til athugasemda samtakanna um öryggi og velferð þessara barna.Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt aðgerðaráætlun til ársins 2014 í málefnum vegalausra barna í Evrópu. Evrópusamtök Save the Children, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi á aðild að, fagna þessari nýju áætlun en í henni er tekið tillit til athugasemda samtakanna um öryggi og velferð þessar...

72 milljónir barna í heiminum án skólagöngu

 Í dag eru 72 milljónir barna í heiminum sem ekki hafa tækifæri til að ganga í skóla. Herferðin 1GOAL hefur það að markmiði að tryggja að langvarandi áhrif heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2010 verði í þágu þessara barna.Í dag eru 72 milljónir barna í heiminum sem ekki hafa tækifæri til að ganga í skóla. Herferðin 1GOAL hefur það að markmiði að tryggja að langvarandi áhrif heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2010 verði í þágu þessara barna.Knattspyrnumenn, aðdáendur, góðgerðarsamtök, fyrirtæki og einstaklingar koma saman undir merkjum 1GOAL og leggjast á eitt við að ná því metnaðarfulla markmiði að tryggja öll...

Gríðarlega alvarlegur matvælaskortur í Níger

Níger stendur frammi fyrir mjög alvarlegum matvælaskorti. Ríflega helmingur þjóðarinnar, 7,8 milljónir manna, þarfnast bráðrar neyðaraðstoðar. 20% þjóðarinnar (2,7 milljónir manna) hafa verið skilgreind sem „sérstaklega viðkvæm“ af stjórnvöldum í Níger og 378 þúsund börn eiga á hættu alvarlega vannæringu á næstu mánuðum.Níger stendur frammi fyrir mjög alvarlegum matvælaskorti. Ríflega helmingur þjóðarinnar, 7,8 milljónir manna, þarfnast bráðrar neyðaraðstoðar. 20% þjóðarinnar (2,7 milljónir manna) hafa verið skilgreind sem „sérstaklega viðkvæm“ af stjórnvöldum í Níger og 378 þúsund börn eiga ...