Fréttir Barnaheilla

Vinátta í verki

Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum hafa tekið þátt í tilrauna- og aðlögunarvinnu með Vináttu- verkefni Barnaheilla veturinn 2014-2015. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Reynslusögur starfsfólks skólanna gefa hugmynd um hvernig verkefnið hefur tekist og hver upplifunin er hjá börnum, foreldrum og starfsfólki.Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum hafa tekið þátt í tilrauna- og aðlögunarvinnu með Vináttu- verkefni Barnaheilla veturinn 2014-2015. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Reynslusögur starfsfólks skólanna gefa hugmynd um hvernig verkefnið hefur tekist og hver upplifunin er hjá börnum, foreldrum og starfsfólki. Leikskólarnir eru Kirkjuból &ia...

Blað Barnaheilla er komið út

Ársrit Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2015 er komið út. Að þessu sinni snýr þema blaðsins að Vináttu - forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti i leikskólum. Aðalviðtal blaðsins er við Selmu Björk Hermannsdóttur en hún deilir reynslu sinni af einelti í blaðinu.Ársrit Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2015 er komið út. Að þessu sinni snýr þema blaðsins að Vináttu - forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti i leikskólum. Aðalviðtal blaðsins er við Selmu Björk Hermannsdóttur en hún deilir reynslu sinni af einelti í blaðinu. Selma fæddist með skarð í vör og varð fyrir einelti allt frá leikskólaaldri. Einnig er viðtal við föður hennar, Hermann Jónsson, um reyns...

Gegn einelti hringinn í kringum landið á traktorum

Hálfrar aldar gamall draumur tveggja vina verður að veruleika á morgun þegar hringferð þeirra hefst á traktorum í kringum landið. Þeir kalla sig Vini Ferguson og fara hringinn á tveimur Massey Ferguson traktorum, annar þeirra var traktorinn sem þeir unnu á í sveitinni fyrir 50 árum síðan. Lagt verður af stað frá Olísstöðinni í Álfheimum og áætlað að ferðin taki 12-14 daga. Safnað verður fyrir Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum.Hálfrar aldar gamall draumur tveggja vina verður að veruleika á morgun þegar hringferð þeirra hefst á traktorum í kringum landið. Þeir kalla sig Vini Ferguson og fara hringinn á tveimur Massey Ferguson traktorum, annar þeirra var traktorinn sem ...

Save the Children gegn Ebólu í Síerra Leóne

Barnaheill – Save the Children hafa unnið gegn Ebólufaraldrinum í fjórum héruðum íSierra Leone eftir að faraldurinn braust út á síðasta ári. Áhersla hefur verið lögð ávitundarvakningu og að koma í veg fyrir smit.Barnaheill – Save the Children hafa unnið gegn Ebólufaraldrinum í fjórum héruðum íSierra Leone eftir að faraldurinn braust út á síðasta ári. Áhersla hefur verið lögð ávitundarvakningu og að koma í veg fyrir smit.Starfsmenn Save the Children í Sierra Leone unnu meðal annars á sérhæfðri miðstöð fyrirfaraldurinn í Kerry Town. Þar fer fram meðferð á smituðum og einnig er sérhæfðrannsóknarstofa sá staðnum em ...

Þrjú ráðuneyti styðja SAFT

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands og Ríkislögreglustjóri hafa undirritað samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016.Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands og Ríkislögreglustjóri hafa undirritað samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016.Samningurinn var undirritaður í Sjálandsskóla í Garðabæ, miðvikudaginn 3. júní 2015. Hei...

Áskorun til stjórnvalda á Degi barnsins

Í dag er Dagur barnsins, árlegur opinber dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum. Í tilefni af honum sendu Barnaheill áskorun til stjórnvalda þar sem þrýst er á að þau vinni að húsnæðisöryggi íslenskra barna. Síðustu ár hafa samtökin sent frá sér áskorun til að árétta að mannréttindi barna séu höfð í heiðri. Áskorunin í ár er svohljóðandi: Í dag er Dagur barnsins, árlegur opinber dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum. Í tilefni af honum sendu Barnaheill áskorun til stjórnvalda þar sem þrýst er á að þau vinni að húsnæðisöryggi íslenskra barna. Síðustu &...

Hjólasöfnun Barnaheilla 2015 lokið

Fjórðu Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi lauk í vikunni þegar 150 hjólum hafði verið úthlutað til barna sem annars ættu ekki kost á að eignast hjól. Um 400 hjól í misgóðu ástandi söfnuðust í ár og eftir viðgerðir sjálfboðaliða, voru 200 góð hjól til skiptanna. Um 50 hjól voru síðan gefin áfram til Hjálparstarfs Kirkjunnar.Fjórðu Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi lauk í vikunni þegar 150 hjólum hafði verið úthlutað til barna sem annars ættu ekki kost á að eignast hjól. Um 400 hjól í misgóðu ástandi söfnuðust í ár og eftir viðgerðir sjálfboða...

Söfnuðu 400 þúsund krónum fyrir Barnaheill

Börn úr fimm barnakórum afhentu Barnaheillum – Save the Children á Íslandi rúmlega 400 þúsund krónu afrakstur af söfnunartónleikum sem haldnir voru til stuðnings Barnaheillum á dögunum.Börn úr fimm barnakórum afhentu Barnaheillum – Save the Children á Íslandi rúmlega 400 þúsund krónu afrakstur af söfnunartónleikum sem haldnir voru til stuðnings Barnaheillum á dögunum. Tónleikarnir Syngjum saman – stöndum saman, voru haldnir í Langholtskirkju undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur kórstjóra. Friðrik Dór Jónsson söng með börnunum sem voru 220 talsins og komu úr fimm kórum; kórum Neskirkju, Hamraskóla, Lindaskóla, Vogaskóla og Ingunnarskóla.  Fjá...

Dyggur stuðningsaðili endurnýjar samning

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Icelandair Group hafa endurnýjað samstarfssamning þess efnis að Icelandair Group verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla.Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Icelandair Group hafa endurnýjað samstarfssamning þess efnis að Icelandair Group verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla. Fyrirtækið hefur frá árinu 2008 styrkt samtökin um ákveðinn fjölda flugferða og gistinátta á ári hverju.Samningurinn var undirritaður af Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group og Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla.,,Þetta gagnast Barnaheillum sérlega vel þar sem samtökin eru virk bæði hér á landi og erlendis. Stuðningur Icelandair Group er okkur afar mikilvægur,&rdqu...

Er rétt að tefla börnum fram í fjölmiðlum?

Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta.Flestum foreldrum þykja börnin sín vera óaðskiljanlegur hluti af lífinu. Það hlýtur að teljast jákvætt því yfirleitt er velferð barna foreldrum þeirra efst í huga og þeir vilja börnum sínum auðvitað allt hið besta.Öðru hverju birtast viðtöl við fólk sem deilir reynslusögum úr lífi sínu með almenningi, sem ýmist lýsa jákvæðri upplifun eða erfiðri lífsreynslu. Í einhverjum tilfellum er börnum þeirra se...