Fréttir Barnaheilla

Hlustum á börn og búum til betri heim

Harpa Rut Hilmarsdóttir formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi skrifar.

Guðjón Davíð Karlsson – viðtal

Guðjón Davíð Karlsson, leikari, eða Gói eins og hann er gjarnan kallaður, varð fyrir grófu einelti í grunnskóla. Árum saman var hann niðurlægður, níddur og kallaður prestadjöfull vegna þess að pabbi hans var þekktur prestur.

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa Barnaheilla verður lokuð vegna sumarleyfa frá 9. júlí til og með 3. ágúst. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst.

Blað Barnaheilla 2018 er komið út

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er frásögn af námstefnu um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Guðjón Davíð Karlsson leikari, eða Gói eins og hann er gjarnan kallaður, var einn af þeim sem hélt erindi á námstefnunni. Í blaðinu er viðtal við hann um reynslu hans af einelti.

Yfir milljarður barna í hættu

Meira en helmingur allra barna í heiminum býr við þá ógn að fá ekki að njóta bernskunnar vegna fátæktar, átaka og mismununar gegn stúlkum. Um er að ræða 1,2 milljarða barna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem kom út 1. júní síðastliðinn.

Yfir 250 börn og ungmenni fengu hjól

Hjólasöfnun Barnaheilla 2018 er lokið. Söfnunin gekk afar vel og fengu ríflega 250 börn og ungmenni úthlutað hjólum

Hjólasala Barnaheilla framlengd til 29. maí

Hjólasöfnun lokið – hjólasala hefst í dag

SIMBI – ráðstefna um málefni barna

Þriðjudaginn 8. maí kl. 9–16 verður ráðstefna á Hilton hóteli um málefni barna á vegum velferðarráðuneytis þar sem meðal annars viðhorf og verkefni frjálsra félagasamtaka verða kynnt. Dagskrá og skráning er á radstefna.is.

Réttur barna í opinberri umfjöllun

Náum áttum-hópurinn blæs til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. apríl kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins er „Réttur barna í opinberri umfjöllun“.