Fréttir Barnaheilla

Aðstæður barna í Jemen eru skelfilegar

Í fréttatilkynningu Barnaheilla – Save the Children er greint frá hræðilegu ástandi í Jemen.

Mannréttindayfirlýsing SÞ 70 ára 10. desember

Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld – húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00–11:00.

Jólapeysan 2018 – fjáröflunarátak í samstarfi við Lindex

Jólapeysan er fjáröflunarátak sem Barnaheill hafa staðið að í aðdraganda jóla frá árinu 2013. Að þessu sinni er átakið í samstarfi við Lindex. Með kaupum á jólapeysu í Lindex styður þú við börn í stríðshrjáðu Jemen.

Leikur fyrir betra líf 2018

Átak IKEA Foundation, Leikur fyrir betra líf, (Let‘s Play for Change) stendur yfir frá 20. nóvember til 24. desmber.

85.000 börn dáið úr hungri í Jemen

Frá því að hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba hóf þátttöku í borgarastyrjöldinni í Jemen er talið að nærri 85 þúsund börn hafi dáið úr hungri frá því í apríl 2015 þar til í október 2018.

Samtökin ´78 hljóta Viðurkenningu Barnaheilla 2018

Samtökin '78 hlutu í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fyrir fræðslu, félagsstarf og ráðgjöf um hinsegin málefni sem er sérstaklega sniðin að börnum og ungu fólki og fjölskyldum þeirra.

Dagur mannréttinda barna er 20. nóvember á afmælisdegi Barnasáttmálans

Hvernig væri að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, taka þátt í orðasmiðju Barnaheilla og semja slagorð eða málshætti sem styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Barnaheill hvetja alla skóla til þátttöku.

Jólakort Barnaheilla 2018 er komið út

Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er komið út. Það er Linda Ólafsdóttir sem gerir kortið að þessu sinni og gefur samtökunum. Kortið heitir Friðarjól.

Símalaus sunnudagur 2018

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus.

Kennarar skipta meira máli en allt annað

Börn læra ef þau hafa góðan kennara – það gerist þótt engar skólastofur séu til staðar, né bækur, tafla eða krít. Kennarar skipta meira máli í námi barna en allt annað. Þess vegna ætti fjárfesting í kennurum að vera algjört forgangsmál til að tryggja að flóttabörn fái gæðamenntun.