Fréttir Barnaheilla

371 barn hefur látið lífið vegna apabólu í Kongó

Neyð hefur verið lýst yfir vegna útbreiðslu apabólunnar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Alls hafa 15.500 tilfelli apabólu verið tilkynnt á þessu ári í landinu en nýtt afbrigði veirunnar leggst sérstaklega illa á börn. Nýjustu gögn sýna að 70% tilfella í Kongó finnast hjá börnum undir 15 ára og 39% hjá börnum undir 5 ára. Börn eru fjórum sinnum líklegri til þess að deyja úr apabólunni en fullorðnir en 540 hafa látið lífið það sem af er ári í Kongó, þar af 371 barn.