Fréttir Barnaheilla

Yfirlýsing frá alþjóðasamtökum Barnaheilla- Save the Children vegna þróunar mála í Súdan

Í kjölfar handtökuskipunar Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta Súdans hafa yfirvöld í Súdan farið fram á það við Barnaheill - Save the Children og fleiri mannúðarsamtök að þau hætti starfsemi í landinu. Af því tilefni hafa Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children, gefið út eftirfarandi yfirlýsingu vegna þróunar mála í Súdan: “Tvö landsfélög Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, sem starfa í Súdan, þ.e. Barnaheill í Bandaríkjunum og Barnaheill í Bretlandi hafa fengið bréf frá yfirvöldum í Súdan þar sem þau eru beðin um að hætta allri starfsemi í landinu.Í kjölfar handt&oum...

Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að bæta framtíð barna í Kambódíu

Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi.Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum.Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þa...

MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingaform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á m&...

Skólanám hefst að nýju á Gasasvæðinu

Þúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu og leggja samtökin mikla áherslu á að börnin snúi sem fyrst aftur í skólana og geti þar með hafið venjubundið líf að nýju. Samtökin hafa tekið þátt í að dreifa kennsluefni, námsbókum og ritföngum til barnanna.Þúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstar...

Ársskýrsla fyrir 2008

Nálgast má ársskýrslu frá árinu 2008 með því að smella hér....

Er í lagi að bregðast við óþægð barna með barsmíðum?

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi harma sýknudóm Hæstaréttar  frá 22. janúar sl. yfir karlmanni sem m.a. var ákærður fyrir brot gegn 1. og 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en hann hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum með því að flengja þá. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í ágúst sl., en Barnaheill sendu þá ályktun til Dómsmálaráðherra, Dómstólaráðs, Alþingismanna og fjölmiðla þar sem dómur Héraðsdóms var harmaður.Barnaheill, Save the Children, á Íslandi harma sýknudóm Hæstaréttar  frá 22. janúar sl....

Ikea safnaði rúmlega 300 þúsund krónum til verkefna Barnaheilla

Barnaheill og IKEA á Íslandi þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 330.800 krónur á tímabilinu 15.-24. desember 2008 og runnu 100 krónur af hverju mjúkdýri óskiptar til innlendra verkefna samtakanna, Þetta er þriðja árið í röð sem Ikea styður við starf  Barnaheilla og þakka samtökin IKEA á Íslandi fyrir þennan frábæra stuðning.Barnaheill og IKEA á Íslandi þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnu&...

Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum

 SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009INSAFE spurningakeppnin fer fram á 22 tungum&...

Óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu

 Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda.  Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda. "Ástandi&et...

Barnaheill, IKEA og þú

IKEA á Íslandi www.ikea.is  styrkja Barnaheill þriðja árið í röð með sölu taudýra í verslun sinni. Munu Barnaheill fá 100 kr. af hverju seldu taudýri á tímabilinu 15. nóvember til 24. desember nk. Upphæðin sem safnast rennur óskipt til innlendrar starfsemi Barnaheilla. Barnaheill hvetja alla, sem leggja leið sína í IKEA nú fyrir jólin, að gleðja börnin með kaupum á taudýrum IKEA.IKEA á Íslandi www.ikea.is  styrkja Barnaheill þriðja árið í röð með sölu taudýra í verslun sinni. Munu Barnaheill fá 100 kr. af hverju seldu taudýri á tímabilinu 15. nóvember til 24. desember nk. Upphæðin sem safnast rennur óskipt til innlendrar starfsemi Barnaheilla. Barnahei...