Þúsundir barna saknað á Gaza

Frá 7. október 2023 hafa að minnsta kosti 14.100 börn verið drepin á Gaza og ótal fleiri er saknað. Talið er að þúsundir týndra barna séu látin undir rústum, liggi í fjöldagröfum eða hafi einfaldlega orðið viðskila við fjölskyldur sínar og týnst á flótta.

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa nú varpað ljósi á skelfinguna sem bíður barna á Gaza og má lesa skýrslu þeirra hér.

Í skýrslunni kemur fram að 10.000 manns að minnsta kosti sé saknað sem haldið er að séu látin undir rústunum. Talið er að börn séu 43% þeirra sem hafa verið drepin í stríðinu og því megi áætla að hið minnsta 5.160 börn séu látin undir rústunum.

„Í febrúar voru um 17.000 börn án fylgdar og aðskilin frá fjölskyldum sínum. Þessi tala er líklega mun hærri núna, þar sem teymið okkar á Gaza finnur fylgdarlaus börn á hverjum degi. Einnig hafa lík barna verið meðal þeirra sem fundist hafa í fjöldagröfum og mörg þeirra sýnt merki um pyntingar,“ segir í skýrslunni.