Vopnahlé fyrsta skrefið í átt að friði og vernd barna
,,Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að Ísraelsk stjórnvöld og Hamas samtökin hafa loksins, eftir 15 mánaða átök, komist að samkomulagi um vopnahlé á Gaza,” segir Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. ,,Enn er beðið eftir að stríðsaðilar skrifi undir samkomulagið en vopnahlé yrði fyrsta skrefið í átt að friði og vernd sem tryggir börnum öryggi á svæðinu.”
Um 17.818 börn hafa verið myrt á Gaza undanfarna 15 mánuði síðan stríðið hófst en áætla má að fleiri börn hafi tapað lífi en opinberar tölur segja um. Þúsundir annarra barna hafa hlotið lífshættulega áverka. Fjöldi barna eru enn gíslar Hamas-samtakanna og Ísraelshers og með vopnahléi verður öllum gíslum sleppt.
,,Ef vopnahlé verður að veruleika er brýnt að bregðast strax við og koma hjálpargögnum til hundruða þúsunda barna og fjölskyldna þeirra á Gaza,” segir Tótla. Ísraelher hefur takmarkað flutning hjálpargagna inn á svæðið og bíða alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children með óþreyju eftir að senda fleiri flutningabíla inn á svæðið með hjálpargögn.
Somayya er sjö barna móðir og býr á Gaza. Hún hefur verið á vergangi
með börnin sín í nokkra mánuði og óskar sér ekkert heitar en að stríðinu ljúki.