Viltu gefa kost á þér í stjórn?

Í ár leita Barnaheill að þremur nýjum stjórnarmeðlimum til að sitja í stjórn samtakanna. Kjörtímabil eru 2 ár í senn og eru fundir haldnir mánaðarlega.
Óskað er eftir framboðum eða tilnefningum frá fólki með fjölbreyttan bakgrunn, sem brenna fyrir velferð og mannréttindum barna og hafa viðamikla reynslu af stjórnarstörfum. Í stjórninni sitja tíu manns og stýrir hún Barnaheillum samkvæmt lögum og vinnur með framkvæmdastjóra og skrifstofu samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun.
Tekið er á móti tilnefningum til 14. apríl 2025 og umsóknum þarf að fylgja styttri útgáfa af ferilskrá, kynningarbréf eða tengill á LinkedIn prófíl.
Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl 16:00