Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að ýmsum verkefnum í samstarfi við fjölmarga aðila. Á heimasíðu samtakanna er ábendingalína um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu sem rekin er í samstarfi við ríkislögreglustjóra. Hjólasöfnun fer fram árlega í samstarfi við Æskuna og Barnahreyfingu IOGT. Þá sjá samtökin um framkvæmd viðburða á Degi mannréttinda barna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið.
Samtökin hafa frá árinu 2012 staðið fyrir hjólasöfnun þar sem gömul hjól eru gerð upp og gefin börnum sem ekki eiga kost á að eignast hjól vegna fjárhagsástæðna eða annars