Barnaheill hafa sett sér barnaverndarstefnu og aðrar starfsreglur í tengslum við innra starf samtakanna og í tengslum við samskipti og störf með börnum.
Á þetta til að mynda við um:
- myndbirtingar af börnum,
- viðburði á vegum samtakanna og
- opinbera umfjöllun um börn.
Þá hafa samtökin sett sér reglur um meðferð fjármuna sem og sjálfbærnistefnu.
Stefnu alþjóðasamtaka Barnaheilla gegn mansali og nútímaþrælahaldi má finna hér.