Siðareglur fyrir íþróttafélög og stofnanir
Afar mikilvægt er að horfast í augu við það að stofnanir og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum geta virkað eins og segull a barnaníðinga og kynferðisafbrotamenn. Í gegnum tíðina hefur þessum stofnunum og félögum hætt til að treysta þeim einstaklinum sem reiðubúnir hafa verið til að vinna með börnum; bjóða fram krafta sína, tíma og hæfileika í þágu barna. Mannekla skiptir sömuleiðis máli í þessu sambandi, því oftar en ekki hafa þessar stofnanir þurft á að halda öllum fáanlegum starfmönnum og sjálfboðaliðum. Svo virðist vera sem stjórnendur barna- og æskulýðsstarfs hiki við að setja sér strangar reglur um bakgrunn starfsmanna og eftirlit með þeim af ótta við að missa þá starfsmenn og sjálfboðaliða sem þeir þurfa svo mjög á að halda. Einnig vex þeim í augum sú aukna vinna sem slík stefnumótun og framkvæmd hennar hefði í för með sér.
Hér er hægt að nálgast bækling frá ÍSÍ um Forvarnir gegn kynferðisofbelid á börnum og unglingum í íþróttum.
Barnaheill telja eftirfarandi atriði mikilvæg fyrir stofnanir og félagasamtök:
- Allir sem starfi með börnum og unglingum þurfa að skrifa undir yfirlýsingu og afhenda sakavottorð eða gefa leyfi svo hægt sé að nálgast það.
- Lykilatriði – Fræðsla um aðgerðir varðandi ofbeldi sé skylda, ekki val, fyrir starfsfólk, leikmenn og áhugafólk sem starfa hjá stofnunum og félagasamtökum.
- Viðbragðsáætlun og tilkynningarferli: Hvort sem ofbeldi á sér stað utan eða innan stofnunarinnar.
- Vinnureglur og forvarnir: Verndar bæði starfsfólk og einstaklinga, börn og unglinga.
- Ekkert mál er innanhús mál!
- Mikilvægast af öllu er að sá sem leitar sér aðstoðar, barn eða fullorðinn, sé trúað og fái hlustun.
- Fjármagni er best varið í að gera starfsreglur og aðgerðir til varnar ofbeldi.
- Einnig er mikilvægt að þeir sem hafa verið kærðir fyrir kynferðisbrot og sýknaðir skuli ekki vera færðir til í starfi né fái að vinna innan stofnunar sem starfar með börnum og unglingum.
- Vinnureglur um viðbrögð varðandi fullorðna einstaklinga sem koma fram eftir að það hefur verið brotið á þeim sem börn á stofnuninni.
Dæmi um Siðareglur hjá HK Sjá tengil hér.
Dæmi um umsókn og ráðningarsamning hjá HK
Vinsamlegast hafið samband ef óskað er eftir ráðgjöf eða fræðslu fyrir félagasamtökin eða stofnunina.
Barnaheill@barnaheill.is