Lýsing
Allur ágóði af sölunni fer í neyðarsjóð Barnaheilla og til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children munu sjá til þess að fjármagnið nýtist þar sem þörfin er mest.
Barnaheill á vettvangi veita börnum beinan stuðning, eins og matargjafir, vatn, nauðsynleg lyf og áfallahjálp. Einnig eru samtökin með móttökustöðvar fyrir flóttafólk víðsvegar á átakasvæðum og hafa sett upp fjölda Barnvænna svæða. Tilgangur Barnvænna svæða er að skapa umhverfi þar sem börn geta komið saman til að leika sér og tekið þátt í starfsemi sem er fræðandi og þau hafa tækifæri til þess að efla félags- og tilfinningalega færni.