Drykkjarvatn fyrir börn á átakasvæðum

5.000 kr.

Hreint drykkjarvatn er öllum lífsnauðsynlegt og er ein af grunnþörfum mannsins. Á átakasvæðum er víða mikill skortur á drykkjarvatni. Með kaupum á þessari gjöf gefur þú börnum hreint drykkjarvatn sem er af skornum skammti á átakasvæðum.

Í dag búa um 473 milljónir á átakasvæðum í heiminum, það er 19% allra barna! Barnaheill – Save the Children vinna hörðum höndum að því að veita börnum aðstoð víðsvegar um heim. Meginmarkmið samtakanna er að tryggja öryggi barna á átakasvæðum og að þau séu vernduð gegn hverskyns ofbeldi. Barnaheill munu sjá til þess að börn á átakasvæðum njóta góðs af gjöfinni.

Vörunúmer: HG006 Flokkur:

Lýsing

Þú færð sent fallegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt.
Tilvalið er að prenta út gjafakortið og gefa í jólagjöf.

________________________________________________

 

 

 

Bræðurnir Rashid, 9 ára og Nabi, 12 ára neyddust til að flýja heimabæinn sinn, Kandahar í Afghanistan, vegna átaka. Árásamenn höfðu falið sprengjur víð og dreif um svæðið og var hvergi hult að vera vegna hættu. Í dag búa bræðurnir í þorpi þar sem þurrkar hafa valdið miklum vatnsskorti á svæðinu. Barnaheill hafa sett upp sólarorkuknúið vatnskerfi í þorpinu þeirra sem hefur gert fjölskyldunni kleift að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni.