Ný stjórn Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 22. maí í Bragganum á Nauthólsvegi.

Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2023 og sagði einnig frá þeim verkefnum sem samtökin munu vinna að árið 2024.

Drífa Snædal lagði okkur lið og tók að sér fundarstjórn og Gísli Garðarsson var fundarritari.

Engar lagabreytingar voru lagðar fram og tekin var einróma ákvörðun um að félagsgjald Barnaheilla haldist óbreytt og er það krónur 3.800 á ári. Félagsmenn Barnaheilla eru bæði Heillavinir, mánaðarlegir styrktar aðilar, og þeir einstaklingar sem greiða árlegt félagsgjald.

Sex framboð bárust til stjórnar og varastjórnar og tóku þau öll sæti í stjórn, tvö til tveggja ára og þrjú í eitt ár. Nöfn nýrra stjórnarmeðlima eru; Eva Huld Ívarsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigrún Steinarsdóttir, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Dagbjartur Brynjarsson og Guðrún Björnsdóttir.

Úr stjórn gengu Bjarni Torfi Álfþórsson, Herdís Pála Pálsdóttir, Sólveig Rós Másdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Þökkum við þeim vel unnin störf í þágu samtakanna.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir mun halda áfram sem stjórnarformaður Barnaheilla og Pétur Óli Gíslason var kjörinn varaformaður. Ólafur Aðalsteinsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir halda áfram í stjórn.

Þökkum við þeim öllu fyrir að leggja Barnaheillum lið og hlökkum til komandi samstarfs.