Ný bók – Ég og vinir mínir

Það okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur nýja Vináttubók sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gefið út. Þetta er harðspjaldabók sem ætluð er 0-3 ára börnum og heitir Ég og vinir mínir. Bókin lýsir degi barns í leikskólanum þar sem það hittir félaga sína og vini. Hún hjálpar barninu að orða hvað er líkt og ólíkt með þeim, bæði út frá efni bókarinnar en einnig með aðstoð spegilsins sem er aftast í bókinni.

Bókin er góð viðbót við Vináttuefni 0-3 ára og í jólapakkann.

Í vefverslun Barnaheilla er hægt að nálgast bókina en hún kostar 3990 krónur.