Mannúðaraðstoð Barnaheilla í Írak

Í byrjun árs 2025 hófu Barnaheill mannúðarverkefni í norðurhluta Íraks með stuðningi utanríkisráðuneyti Íslands. Verkefnið miðar að því efla vernd og vellíðan berskjaldaðra barna og umönnunaraðila þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum, með því að styrkja barnaverndarkerfi, bæta aðgengi að nauðsynlegri þjónustu og efla seiglu í samfélaginu með sjálfbærum inngripum fyrir alla.

Um 1.2 milljónir Íraka eru á flótta innan eigin landamæra og hafa átt erfitt með að fóta sig á ný eftir að hryðjuverkasamtökin ISIS náðu yfirráðum yfir 61.500 ferkílómetra landssvæði árið 2014 þar á meðal í norðurhluta Íraks. Þá stóð ISIS fyrir stórtækum ofsóknum, ofbeldisverkum og kúgun á valdasvæði sínu. Þorp voru jöfnuð við jörðu, fjöldi fólks misstu heimili sín, fjöldamorð voru framin og þúsundir kvenna og stúlkna voru hnepptar í kynlífsþrældóm og seldar á þrælamörkuðum við Persaflóa. Í desember 2017 hafði ISIS misst megnið að svæði sínu en yfirtaka þeirra höfðu mikil áhrif á fólkið í Írak. Verkefni Barnaheilla verður framkvæmt í norðurhluta landsins sem áður tilheyrði ISIS samtökunum og miðar að því að aðlaga írösk börn, sem dvelja í flóttamannabúðunum, að írösku samfélagi.

 

,,Við eigum þrjú börn og þau eru öll fædd hér í flóttamannabúðunum. Í tíu ár höfum við verið hér og það eru engin áform um að stjórnvöld endurbyggi þorpið okkar. Við getum hvergi farið,” segir faðir þriggja barna í flóttamannabúðunum Kabartu1.  Hann bauð starfsfólki Barnaheilla inn til sín í tjaldið og bauð þeim upp á te. Fyrir 10 árum neyddist hann og kona hans að flýja borgina Sinjar sem staðsett er í fjöllunum rétt við landamæri Sýrlands. Borgin var gjöreyðilögð af ISIS árið 2014. Fjölskyldan hefur engan annað stað til að fara á og vona þau að einn daginn geta þau farið aftur til Sinjar.

 

 

 

Behat, 17 ára, (til hægri) er einnig frá Sinjar en hann var aðeins 6 ára þegar ISIS réðust inn í borgina árið 2014. Hann varð vitni að því þegar hryðjuverkahópurinn tók foreldra hans og enn í dag hefur ekkert spurts til þeirra. Hann var sjálfur tekinn til Sýrlands þar sem hann upplifði hryllilegt ofbeldi. Eftir árs dvöl í Sýrlandi var honum bjargað af ókunnugum sem aðstoði hann að fara aftur til baka til Íraks. Hann hefur dvalið í flóttamannabúðum þar sem Barnaheill í Írak starfa og hefur þegið aðstoð.