Nemendur MS styrktu Barnaheill
Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, tók í gær við 300.000 króna styrk sem nemendur Menntaskólans við Sund söfnuðu til styrktar starfsemi Barnaheilla. Ár hvert halda nemendur MS góðgerðarviku og er markmið hennar að safna fjármagni til góðgerðarmála.
Vikan snýst um að nemendur safna áheitum með ýmsum gjörningi og í ár var boðið upp á rjómakast, pílukeppni, MS og Versló spiluðu körfuboltaleik og nemendurnir Fjölnir, Daníel og Róbert söfnuðu áheitum og hlupu til Hveragerðis.
Barnaheilla þakka kærlega öllum þeim sem komu að góðgerðarvikunni og styrktu samtökin. Öll framlög skipta starfsemina máli og með þeim getum við breytt lífi barna til batnaðar á hverjum degi.