Námskeiðið Verndarar barna er gagnreynt námskeið, sem kennir fullorðnum leiðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þekkja vísbendingar um að ofbeldi er að eiga sér stað eða að möguleiki er á því að verið er að undirbúa jarðveginn til að brjóta á barni/ungmennum kynferðislega og viðbrögð við því.

Einnig er farið ítarlega í hvernig eigi að bregðast við ef ofbeldi hefur átt sér stað, innan eða utan skóla, íþróttahreyfingar eða annarra stofnana er þjónusta börn og varðar börn og ungmenni.


Námskeiðið er opið öllum 18 ára og eldri

Efnið byggist á:

  • 5 skrefum til verndar börnunum og verkefnabók.
  • Leiðbeinendur sem leiða námskeiðið er fagfólk sem hefur hlotið þjálfun hjá Verndurum barna – Barnaheill.

Verð: 15.000 kr. / þátttakanda.

Ath. Við bjóðum upp á afslátt fyrir hópa.
Staðsetning: Skrifstofa Barnaheilla, Fákafeni 9, efri hæð.

Meiri upplýsingar um námskeiðið fyrir þig, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir vinsamlegast hafið samband:  verndararbarna@barnaheill.is eða í síma 553-5900.


Skráning á námskeið

Næstu námskeið

11. október kl. 12.30 -16.30. Fjarnámskeið. 

SKRÁNING

Staðreyndir um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi.

Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna (Sigrún Sigurðardóttir 2009).

Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðsofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur.

Um 20% kvenna og 10% karla um heim allan verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Flest börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi kæra aldrei ofbeldið.

Markmið Verndara barna

Markmið okkar er að virkja hina fullorðnu í samfélaginu til að vernda börnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Námskeiðið Verndarar barna er öflug forvarnarfræðsla og er ætlað að kenna hinum fullorðnu að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.

Markmið okkar er að ná til flestra sem starfa með börnum og unglingum.


Listi yfir leiðbeinendur  2023 – 2024 sem hafa hlotið þjálfun Barnaheilla til að leiða námskeiðið Verndarar barna

Barnaheill

Guðrún Helga Bjarnadóttir ghbjarna@barnaheill.is

Ída Björg Unnarsdóttir ida@barnaheill.is

Linda Hrönn Þórisdóttir linda@barnaheill.is 

Höfuðborgarsvæðið

Þóra Jónsdóttir 
Sigríður Kristín Sigurðardóttir, Kópavogi sigridurk@kopavogur.is 

Landsbyggðin

Eygló Sófusdóttir, Laugum eyglo@laugar.is

Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir, Akureyri helgaberg@akureyri.is

Dagný Björg Gunnarsdóttir, Akureyri dagnybjorg@akureyri.is

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir, Svalbarðsströnd thl@akmennt.is

Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, Skagaströnd gigga1969@gmail.com