Fréttir Barnaheilla

Heillagjafir fyrir börn á stríðshrjáðum svæðum

Á síðunni heillagjafir.is er hægt að kaupa ýmsar gjafir sem stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna í neyð. Gjafirnar renna til barna sem eiga um sárt að binda, oft vegna náttúruhamfara eða vopnaðra átaka. Fleiri börn en nokkurn tímann áður búa nú á stríðshrjáðum svæðum og talið er að um 330 milljónir barna víðsvegar um heiminn eigi á hættu að vera neydd til liðs við vígahópa.

Fræðslu- og umræðukvöld með Sævari Þór Jónssyni

Barnaheill – Save the Children á Íslandi buðu upp á umræðu- og fræðslukvöld með Sævari Þór Jónssyni lögmanni og höfundi bókarinnar Barnið í garðinum og Sigríði Björnsdóttur, sálfræðingi og verkefnisstjóra hjá Barnaheillum í gær miðvikudagskvöld.

Vinátta um jólin

Þá er aðventan hafin og biðin eftir jólunum styttist óðum. Hjá flestum er mikil tilhlökkun og eftirvænting ríkjandi. Biðin er löng í hugum barnanna sem hafa mismikinn skilning á öllum þeim undirbúningi sem stendur yfir og þeim mismunandi skilaboðum sem gefin eru í auglýsingum, á samfélagsmiðlum, í verslunum og víðar.

Barnaheill ávörpuðu Sameinuðu þjóðirnar

Í gær, þriðjudaginn 7. september, fór fram fundur þar sem fulltrúar mannréttindasamtaka, sem sendu frá sér skýrslu vegna yfirstandandi allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi, UPR (Universal periodic report) fengu tækifæri til að ávarpa fulltrúa ríkja SÞ og gefa yfirlýsingu um það sem brýnast er að lagfært verði á Íslandi sem snertir mannréttindi.

,,Ég vissi ekki að nauðgun væri glæpur”

Barnaheill vinna að því í Síerra Leóne, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, að draga úr kynbundnu ofbeldi í skólum. Það er gert með því að styðja við og þróa barnaverndarkerfi með sérstaka áherslu á kynbundið og kynferðisofbeldi.

Börn á stríðshrjáðum svæðum fleiri en nokkru sinni áður

Yfir 330 milljónir barna víðs vegar um heim eiga á hættu að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa - þrefalt fleiri en árið 1990, segir í nýrri skýrslu sem gefin var út í vikunni af alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children. Metfjöldi barna, eða tæpar 200 milljónir, búa á stríðshrjáðum svæðum í dag.

Jólakort Barnaheilla 2021 er komið út

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er komið út. Jólakortið 2021 ber heitið Kærleikur og er eftir listakonuna Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Hönnunin er byggð á ,,Maríu-mynd", málverki sem hönnuður málaði og amma hennar, Sigríður Fanney Jónsdóttir gaf Egilsstaðakirkju árið 1988.

Vitum við hvað er börnum fyrir bestu?

Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2021 fyrir störf í þágu breytinga í málaflokkum barna og ungmenna. Ásmundur Einar hefur í embætti félags- og barnamálaráðherra sett málefni barna í fyrsta sæti svo um munar.

Tivoli Dreams - Ævintýraleg Barnæska

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og H&M home kynna samstarf sem stuðlar að bjartari framtíð fyrir börn. Samstarfslínan er skemmtileg og ævintýraleg og ber heitið Tivoli Dreams, en 10% af ágóða sölunnar rennur til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum