Átt þú hjól í geymslunni sem er ekki lengur í notkun?
Þú getur glatt barn með því að gefa hjól til hjólasöfnunar Barnaheilla. Tekið er við hjólum á endurvinnslustöðvum Sorpu á Höfuðborgarsvæðinu frá 24. mars – 1. maí. Sjálfboðaliðar munu gera upp hjólin eftir þörfum áður en þeim verður úthlutað til barna og ungmenna.
Úthlutanir hjóla til barna og ungmenna hefjast í apríl. Fyrirspurnir má senda á hjolasofnun@barnaheill.is
Hjólasöfnun Barnaheilla er nú haldin í tólfta sinn og er unnin í samstarfi við Reiðhjólabændur, Æskuna barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara. Þúsundir barna hafa notið góðs af verkefninu í gegnum árin.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook síðu söfnunarinnar og einnig er hægt að skrá sig þar til þátttöku í sjálfboðaliðastarf fyrir hjólaviðgerðir.
Nánari upplýsingar veitir Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum í síma 821-8758 eða hjolasofnun@barnaheill.is