Happdrætti til styrktar börnum á Gaza
Jóna Vestfjörð og Gríma Björg Thorarensen stóðu fyrir happdrætti yfir hátíðirnar þar sem miðasala rann óskert til neyðarsöfnunar Barnaheilla fyrir börn á Gaza. Alls söfnuðust 4.400.000 krónur og var Barnaheillum afhent upphæðin í dag.
Barnaheill þakka Jónu, Grímu og þeim sem keyptu happdrættismiða kærlega fyrir stuðninginn. Hver króna skiptir máli fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza. Starfsfólk alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children eru á vettvangi og vinna allan sólarhringinn að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra. Starfsfólk dreifir matarpökkum, drykkjarvatni, hlýjum fötum, teppum, lyfjum og öðrum nauðsynlegum birgðum.