GERAST HEILLAVINUR

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök, stofnuð árið 1989 sem vinna að velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru hluti af alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children sem voru stofnuð árið 1919 og vinna í yfir 120 löndum.

Stór hluti af starfsemi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er fjármagnaður með frjálsum framlögum, m.a. mánaðarlegum styrktaraðilum sem kallast Heillavinir. Frjáls framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum skipta sköpum fyrir starf Barnaheilla og gerir samtökunum kleift að standa vaktina í þágu barna og gæta réttinda þeirra. Helstu áherslumál Barnaheilla eru forvarnir gegn hverskyns ofbeldi á börnum.