Frá vitund til aðgerða 

Eitt af hverjum fimm börnum í Evrópu hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi – allt frá óviðeigandi kynferðislegum skilaboðum til líkamlegs kynferðislegs ofbeldis. Á hverri sekúndu er efni um kynferðislega misnotkun á börnum dreift, selt og skoðað á netinu. Þessar skelfilegu staðreyndir leiddu til samstarfsátaks fimm Evrópulanda. Finnland, Ísland, Grikkland, Albanía og Bosnía og Hersegóvína tóku höndum saman með það sameiginlega markmið að efla forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum.

Hið tveggja ára verkefni fékk nafnið Child Sexual Abuse Prevention and Education (CSAPE) og var fjármagnað af innri öryggissjóði Evrópu (ISF).

Saga CSAPE og niðurstöður

Verkefnið hófst í upphafi árs 2023 og endar 31. desember 2024. Þann 30. október síðastliðinn hélt CSAPE hópurinn velheppnaða málstofu í Brussel, sem einnig var streymt á netinu. Fulltrúar frá löndunum fimm, ásamt sérfræðingum frá fræðasamfélaginu, Evrópusambandinu og Save the Children í Evrópu, komu saman til að deila innsýn í málaflokkinn og framförum í verkefninu. Virtir fyrirlesarar töluðu á málstofunni og deildu sérþekkingu sinni.

CSAPE verkefnið hefur náð mikilvægum árangri í að vekja athygli, fræða hagsmunaaðila og styrkja bæði fagfólk, börn og ungmenni í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Samstarfið sýnir að sameining þvert á landamæri og fræðigreinar geti leitt til verulegra framfara við að standa vörð um réttindi og velferð barna. Með því að breyta vitund í aðgerðir getum við skapað öruggari framtíð fyrir öll börn í Evrópu.

Á þessum tveimur árum hefur CSAPE hópurinn þjálfað fagfólk, veitt börnum kynfræðslu og þróað fræðsluefni sem miðar að því að styrkja börn, foreldra og fagfólk til að berjast gegn þessu útbreidda vandamáli á markvissan hátt.

Áhersluþættir verkefnisins

Tryggja að börn hafi hæfni og þekkingu til að tjá sig með öruggum hætti miðað við þroska og aldur.

Ungmenni geti talað með opnum hætti við fagaðila um kynferðislegan áhuga sinn á yngri börnum. Opna þannig á möguleikann að leita sér aðstoðar og lifa góðu lífi án þess að valda sjálfu sér eða öðrum börnum skaða.

Stuðla að snemmtækri íhlutun og stuðningi fyrir ungt fólk sem hefur kynferðislegan áhuga á yngri börnum.

Fræðsluefni

Hér má finna fræðsluefni sem útbúið hefur verið bæði fyrir börn og fullorðna og einnig fyrir fagaðila sem vinna með börnum og hafa setið þau námskeið sem Barnaheill bjóða upp á í forvörnum og fræðslu gegn kynferðisofbeldi.

Kennsluefni fyrir fagaðila sem starfa með börnum

Hér má finna kennsluefni fyrir fagaðila sem setið hafa námskeið Barnaheilla í forvörnum og fræðslu gegn kynferðisofbeldi

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Skoðanir þeirra sem taka þátt í verkefninu endurspegla ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins og ber sambandið ekki ábyrgð á þeim skoðunum sem fram koma í verkefninu.

 

English

From Awareness to Action

One in five children in Europe has experienced some form of sexual abuse, ranging from inappropriate sexual messages to physical sexual violence. Every second, content related to the sexual abuse of children is distributed, sold, and viewed online. These horrifying facts led to a collaborative effort among five European countries. Finland, Iceland, Greece, Albania, and Bosnia and Herzegovina joined forces with the shared goal of enhancing prevention against child sexual abuse.

The two-year project, named Child Sexual Abuse Prevention and Education (CSAPE), was funded by the European Union’s Internal Security Fund (ISF).

The Story and Outcomes of CSAPE

The project began at the start of 2023 and will conclude on December 31, 2024. On October 30, the CSAPE team hosted a successful seminar in Brussels, which was also streamed online. Representatives from the five countries, alongside experts from academia, the European Union, and Save the Children Europe, gathered to share insights and project progress. Renowned speakers at the seminar shared their expertise.

The CSAPE project has achieved significant milestones in raising awareness, educating stakeholders, and empowering professionals, children, and youth in the fight against child sexual abuse. The collaboration highlights that cross-border and interdisciplinary unity can drive meaningful progress in protecting the rights and welfare of children. By turning awareness into action, we can create a safer future for all children in Europe.

Over the two years, the CSAPE team has trained professionals, provided sexual education to children, and developed educational materials aimed at empowering children, parents, and professionals to combat this widespread problem effectively.

Key Focus Areas of the Project

Ensuring children have the skills and knowledge to express themselves safely, appropriate to their age and maturity.

Enabling young people to openly discuss their sexual interests in younger children with professionals, creating opportunities to seek help and lead healthy lives without harming themselves or others.

Promoting early intervention and support for young people with sexual interests in younger children.

Educational Materials

Educational materials have been prepared for children, adults, and professionals working with children. These resources are offered through the courses provided by Save the Children Iceland, focusing on prevention and education against sexual abuse.

CSAPE2022–2024PROJECT

CSAPEis funded by the EU’s Internal Security Fund (ISF). It is a two-year (2022-2024) project that is conducted in collaboration with five European countries. Save the Children Finland is the coordinator of the project, and participants are Iceland(Barnaheill – Save the Children Island), Albania (Save the Children Albania), Bosnia-Herzegovina (Save the Children International, implementing department(Save the Children North Western Balkan), and Greece (KMOP, Social Action and Innovation Centre).

EU’s Internal Security Fund (ISF) will contribute to reach a high level of security in the EU, in particular by preventing and combating terrorism, radicalisation, serious and organisedcrime and cybercrime, by assisting and protecting victims of crime, and by preparing for, protecting against and effectively managing security-related incidents, risks and crises.

Views and opinions expressed are however those of the author only and do not necessarily reflect those of the European Union or European Commission. Neither the European Union nor the granting authority can be held responsible for them.