Vertu vakandi og fækkaðu tækifærum

Nauðsynlegt er að þekkja eðli ofbeldis til að átta sig á aðferðum þeirra sem beita börn ofbeldi. Ennfremur að þekkja til vísbendinga um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi til að geta brugðist við og átt möguleika á að vernda öll börn.

Áhyggjur af hegðun fullorðinna

Einhver sem þú þekkir og þykir vænt um, getur verið að haga sér á þann hátt að þú hefur áhyggjur af því. Kannski hefur þú tekið eftir óviðeigandi hegðun sem hefur kynferðislegan undirtón eða látið aðra líða óþægilega, sýnast kvíðin eða verða vandræðaleg. Eða þú gætir vitað af kynferðislegu ofbeldi sem er að eiga sér stað, sem verður að stöðva.

Lærðu að taka samtalið

Það er erfitt að tala um kynferðisofbeldi, sérstaklega þegar einhver sem þér er annt um á í hlut. Með því að læra að tala um það, getur þú bæði hjálpað til við að vernda börn í lífi þínu gegn ofbeldi og getur skipt miklu máli í lífi þess fullorðna sem þarf hjálp til að breyta hegðun sinni. Við getum hjálpað þér að finna réttu orðin til að hefja samtalið.

Þú þarft að bregðast við núna

Þú þarft ekki að bíða með að taka af skarið þangað til þú ert viss um að ofbeldi hefur átt sér stað. Margir sem brjóta á börnum kynferðislega vilja hætta, en vita ekki hvar hægt er að leita sér hjálpar. Við getum hjálpað þér að finna sérhæfða aðstoð, fyrir alla þá sem, þurfa á því að halda.

Treystu innsæi þínu. Þú gætir verið eini aðilinn sem getur gert eitthvað í málinu.

Fleiri upplýsingar og úrræði

Veldu úr listanum hér fyrir neðan það sem er hjálplegt fyrir þig, í þeim aðstæðum sem þú ert að glíma við hverju sinni. Ef þú ert ekki viss hafðu samband við radgjof@barnaheill.is


5 skref til verndar börnum

Leyndarmálið

Námskeiðið Verndarar barna

Barnahús

Bergið

Stígamót

Kvennaathvarfið

Bjarkarhlíð

Sigurhæðir

Stop It Now!®